Hoppa yfir valmynd

Umsókn um leyfi fyrir niðurrifi á millibyggingu - milli Salthúss og Smiðju

Málsnúmer 1509011

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. september 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá GINGA teiknistofu f.h. Byggðastofnunar. Í erindinu er sótt um leyfi til niðurrifs á millibyggingu milli Salthúss og Smiðju sem og endurbyggingu þaks yfir Salthúsi, landnr. 140250. Skráð byggingar ár skv. fasteignaskrá er 1920. Umsókninni fylgja uppdrættir unnir af GINGA teiknistofu dags. 10.09.2015.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu leyfis til niðurrifs með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar.