Hoppa yfir valmynd

Umsókn um byggingarleyfi - Skýli fyrir kör við vinnsluhús Patreksfirði

Málsnúmer 1509029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. nóvember 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir aftur eftir umfjöllun Hafnarstjórnar Vesturbyggðar um málið. Hafnarstjórn Vesturbyggðar gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir og samþykkir þær fyrir sitt leyti.

Í afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs þann 14.sept s.l. var kallað eftir brunahönnun á fyrirhugaðri húsbyggingu. Þann 1.10.15 bárust umbeðin gögn.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu.




17. nóvember 2015 – Hafnarstjórn

Máli vísað til hafnarstjórnar frá skipulags- og umhverfisráði Vesturbyggðar.

Erindi frá GINGA teiknistofu f.h. Fjarðalax ehf. Sótt er um byggingarleyfi fyrir skýli fyrir kör við vinnsluhús fyrirtækisins að Patrekshöfn, landnr. 140238. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af GINGA teiknistofu dags. 10.09.2015

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir og samþykkir þær fyrir sitt leyti.




14. september 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá GINGA teiknistofu f.h. Fjarðalax ehf. Sótt er um byggingarleyfi fyrir skýli fyrir kör við vinnsluhús fyrirtækisins að Patrekshöfn, landnr. 140238. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af GINGA teiknistofu dags. 10.09.2015

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir brunahönnun byggingarinnar. Ennfremur þarf að fara fram grenndarkynning þar sem fyrirhuguð viðbygging er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Grenndarkynna þarf fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Málinu er beint áfram til hafnarstjórnar.