Hoppa yfir valmynd

Íþróttafulltrúi, kynning starfsmanns.

Málsnúmer 1509055

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. september 2015 – Fræðslu og æskulýðsráð

Páll Vilhjálmsson íþróttafulltrúi kynnti starf sitt sem íþróttafulltrúa HHF. Íþróttaskólinn hófst nú í haust á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði en starfið er ætlað börnum í 1.-4. bekk, hvar markmið er að börnin kynnist flestum greinum. Þrjá daga í viku er grunnþjálfun og boltaskóli tvisvar í viku. Páll sér um kennsluna á Bíldudal en Þorbjörg á Patreksfirði. Þátttaka í íþróttaskólanum er góð, en 83% barna taka þátt. Markmiðið er að öll börn á þessum aldri taki þátt. Með þessu starfi er börnum kennt að hreyfing er eðlilegur hluti af daglegu lífi. Páll er jafnframt framkvæmdastjóri HHF sem einkum felur í sér skipulag íþróttamóta og annað starf, ásamt daglegum rekstri, og er fulltrúi í SamVest. Í starfinu felst einnig aðstoð við aðildarfélög HHF. Samræming íþróttastarfs er hafin þar sem markmið er að gæði þjálfunar séu mikil og svipað starf í boði í öllum kjörnum auk þess sem um samæfingar hefur verið að ræða. Nú þegar keppa öll lið frá íþróttafélögum á svæðinu undir nafni HHF. Starf íþróttafulltrúa er í samstarfi við Tálknafjarðarhrepp.
Rætt um hvata til þess að auka enn frekar þátttöku í íþróttaskólanum, m.a. að barnasundkort gæti fylgt með skráningu í íþróttaskólann.