Hoppa yfir valmynd

Slysavarnadeildin Unnur Patreksfirði - Slysavarnaganga 2015

Málsnúmer 1510021

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. október 2015 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 2. október sl. frá Slysavarnardeildinni Unni, Patreksfirði ásamt skýrslunni "Slysavarnaganga 2015".
Bæjarráð þakkar Svd. Unni frábært framtak en í skýrslunni er bent á ýmsar mögulegar slysagildur við fasteignir og mannvirki á Patreksfirði.
Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar.




13. febrúar 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram til kynningar skýrsla sem slysavarnardeildin Unnur hefur unnið vegna atriða sem deildin telur brýnt að lagfæra þurfi innan bæjarmarka á Patreksfirði.

Skipulags- og umhverfisráð hvetur sveitarfélagið til að gera gangskur í því að lagfæra þessi atriði sem deildin bendir á. Ennfremur felur ráðið forstöðum. tæknideildar að ræða við eigendur húsa og muna sem eru í vanrækslu.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar slysavarnardeildinni Unni fyrir góðar ábendingar.