Hoppa yfir valmynd

Ester matstæki í barnavernd/félagsþjónustu

Málsnúmer 1510037

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. febrúar 2016 – Velferðarráð

Félagsmálastjóri hefur sótt tvö námskeið í Ester mati á vegum Barnaverndarstofu. Þriðja og síðasta námskeiðið verður haldið í apríl og verður þá einnig boðið upp á grunnnámskeið fyrir aðra starfsmenn barnaverndar/félagsþjónustu.

ESTER - mat er skipulögð matsaðferð sem byggir á rannsóknum og er notað af til þess sérstaklega þjálfuðum sérfræðingum til að kanna rannsaka hvort viss hegðun og eiginleikar finnast hjá barni og fjölskyldu þess. Þeir áhættuþættir sem eru metnir eru þess eðlis að þeir geta aukið hættu og þeir verndandi þættir geta minnkað hættu á langvarandi andfélagslegri hegðun hjá barninu. Tilgangur með ESTER-mati er að gera sýnilegra það sem barnið eða mögulega fjölskylda þess þarf aðstoð með.