Hoppa yfir valmynd

Vegamót. Fyrirspurn vegna viðbyggingar

Málsnúmer 1510060

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. október 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrirspurn frá Ingunni H. Hafstað f.h. Tjarnarbrautar ehf, Bíldudal. Óskað er eftir afstöðu skipulags- og umhverfisráðs varðandi stækkun og breytingar á verslunar- og veitingahúsinu Vegamótum, Tjarnarbraut 2 Bíldudal. Erindinu fylgja uppdrættir dags. 07.10.2015 unnir af arktika arkitektastofu.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir en leggur áherslu á að jákvæð umsögn minjastofnunar liggi fyrir sem og samþykki aðliggjandi lóðarhafa þar sem fyrirhugað er að byggja út að lóðarmörkum. Byggingarfulltrúa er falið að afla upplýsinga um lóðarmörk umhverfis Tjarnarbraut 2, Dalbraut 1 og Smiðjustíg 1 og 2.

Guðmundur V. Magnússon vék af fundi undir þessum lið.