Hoppa yfir valmynd

Litla-Eyri - æðarvarp.

Málsnúmer 1601038

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. mars 2016 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 11. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá Braga Þór Thoroddsen f.h. landeigenda Litlu-Eyrar, Bíldudal.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara bréfritara.




23. febrúar 2016 – Bæjarráð

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 3. febrúar sl. frá Helgu Bjarnadóttur varðandi friðlýsingu æðarvarps í landi jarðarinnar Litlu-Eyri á Bíldudal. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bent er á að sveitarfélagið er umsagnaraðili í málinu og tekur bæjarráð undir bókun skipulags- og umhverfisráðs frá 18. fundi ráðsins 18. janúar sl.: "....Einnig beinir ráðið því til sýslumanns skv. 2. gr. reglugerðar nr. 252/1996 að fengnir verði tveir kunnugir menn til að meta hvort æðarvarp sé á öllu því svæði sem sótt er um friðlýsingu á."




18. janúar 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Sýslumanninum á Vestfjörðum. Í erindinu er óskað staðfestingar byggingarfulltrúa á afmörkun æðavarps í Bíldudal, við Litlu-Eyri. Erindinu fylgir uppdráttur unnin af Verkís sem sýnir fyrirhugaða friðlýsingu

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að misræmi er á milli uppdráttar og texta í umsókn. Í texta er talað um að landamerki séu um miðja lóð að Arnarbakka 8, en skv. uppdrætti séu landamerkin utan við Arnarbakka 8. Einnig beinir ráðið því til Sýslumanns skv. 2.gr. reglugerðar nr.252/1996 að fengnir verði tveir kunnugir menn til að meta hvort æðarvarp sé á öllu því svæði sem sótt er um friðlýsingu á.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindiðið að öðru leyti.