Hoppa yfir valmynd

Umsókn um auglýsingaskilti

Málsnúmer 1601047

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. febrúar 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Þórbergi Egilssyni f.h. Lyfju hf. Í erindinu er óskað eftir að fá að setja niður auglýsingaskilti frá Lyfju til leiðbeiningar við staðsetningu verslunarinnar. Gerðar eru tvær tillögur að skiltum, báðar við Strandgötuna á Patreksfirði, annarsvegar við gatnamót Strandgötu/Aðalstrætis/Þórsgötu og hinsvegar neðan við Bröttuhlíð (Á strandgötu).

Skipulags- og umhverfisráð getur ekki samþykkt fyrrgreindar óskir um auglýsingaskilti sem bréfritari leggur til og bendir á svæði innan við Kirkjugarð fyrir það merki að höfðu samráði við Vegagerðina. Ráðið bendir á að skilti E01.31 (Lyfjaverslun) verði sett upp skv. reglugerð um umferðarmerki við gatnamót Strandgötu/Aðalstrætis/Þórsgötu.