Hoppa yfir valmynd

Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamning.

Málsnúmer 1601052

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. mars 2016 – Bæjarráð

Vísað er í 6. tölul. 293. fundar bæjarstjórnar Vesturbyggðar frá 24. feb. sl. Lögð fram svör ásamt fylgiskjölum dags. 25. feb. sl. við spurningum um eignarhald á hlutafélaginu Strönd ehf og um mögulega nýtingu á húsnæði félagsins að Krossholtum.
Bæjarráð fagnar fyrirhugaðri starfsemi í húsnæði Strandar ehf að Krossholtum en leggur til við bæjarstjórn að forkaupsréttarákvæði sveitarfélagsins í lóðarleigusamningi verið áfram þar til í ljós komi um starfsemina á næstu árum.




22. febrúar 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Kristjáni Þórðarsyni, Breiðalæk f.h. Strandar ehf. Í erindinu er óskað eftir endurnýjuðum lóðaleigusamningi undir fasteign félagsins að Krossholtum(Saumastofan), landnr.139840. Þess er einnig óskað að úr samningi verði felldur hluti 5.gr, sá er kveður á um forkaupsréttarákvæði leigusala. Eldri samningur féll úr gildi 2005.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir endurnýjun lóðaleigusamnings en vísar óskum varðandi niðurfellingu á hluta 5.gr samnings til bæjarstjórnar.