Hoppa yfir valmynd

Vatnslögn í landi Litlu-Eyrar Bíldudal.

Málsnúmer 1602011

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. apríl 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi frá Hannesi Bjarnasyni f.h. meirihlutaeigenda Litlu-Eyrar, Bíldudal. Í erindinu er sótt um leyfi til að leggja vatnslögn frá Strengfelli í Bíldudalnum niður í byggðina í Bíldudalnum meðfram Dalbrautinni að Arnarbakka. Lengd lagnar verður um 4 km og sverleiki plastlagnar 90-160 mm. Erindinu fylgir loftmynd af fyrirhugaðri legu lagnarinnar unnin af Verkís. Vatnið er ætlað til notkunar fyrir jarðvarmadælur í byggðarlaginu Bíldudal skv. bréfritara. Erindið hafði áður verið tekið fyrir hjá skipulags- og umhverfisráði þann 22.febrúar s.l., og frekari gagna óskað.

Skipulags- og umhverfisráð fellst á að framkvæmdin sé minniháttar og samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu lagnarinnar í heild þegar framkvæmd er lokið.




22. febrúar 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Hannesi Bjarnasyni f.h. meirihlutaeigenda Litlu-Eyrar, Bíldudal. Í erindinu er sótt um leyfi til að leggja vatnslögn frá Strengfelli í Bíldudalnum niður í byggðina í Bíldudalnum meðfram Dalbrautinni að Arnarbakka. Lengd lagnar verður um 4 km og sverleiki plastlagnar 90-160 mm. Erindinu fylgir loftmynd uf fyrirhugaðri legu lagnarinnar unnin af Verkís. Vatnið er ætlað til notkunar fyrir jarðvarmadælur í byggðarlaginu Bíldudal skv. bréfritara.

Ekki kemur fram í umsókninni hvort fyrirhugað sé að leggja lögnina í jörðu eða á yfirborð.

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir frekari upplýsingum og felur byggingarfulltrúa að afla þeirra. Málinu frestað.