Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn - Tjarnarbraut 29A

Málsnúmer 1602047

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. febrúar 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrirspurn frá Birni M. Magnússyni f.h. Mardallar ehf. Í erindinu er spurt um hvort heimilt væri að rífa fasteignina að Tjarnarbraut 29A, Bíldudal sem er 23,8 m2 geymsla og byggja í kringum 75m2 geymslu/bílskúr í þess stað. Einnig ef fyrirhuguð áform samræmist ekki skipulagsskilmálum hvort að lóðin fengist stækkuð. Lóðin að Tjarnarbraut 29A er 100 m2.

Fyrrgreind lóð er á svæði sem er skv. aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 skilgreint sem íbúðasvæði, nýtingarhlutfall á þessum lóðum er 0,2-0,4. Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og fellst á fyrirhuguð áform.