Hoppa yfir valmynd

Skipulagsstofnun aukin framleiðsla Fjarðalax á laxi í Artnarfirði beiðni um umsögn

Málsnúmer 1602058

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. mars 2016 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 18. feb. sl. frá Skipulagsstofnun með beiðni um umsögn um tillögu Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm hf. að matsáætlun fyrir aukna framleiðslu á um 7.500 tonn af laxi í Arnarfirði.
Sveitarfélagið Vesturbyggð gerir ekki athugasemd við matsáætlun fyrir aukna framleiðslu Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm hf. um 7.500 tonn af laxi í Arnarfirði.
Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á mikilvægi þess að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar m.a. með því að hafa fasta starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem á landssvæðinu er eitt umfangsmesta sjókvíaeldi í landinu.