Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn - Iðnaðarhúsnæði Mikladal.

Málsnúmer 1603044

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. maí 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Ginga teiknistofu f.h. Bílaverkstæðisins Smur og dekk ehf. og Aksturs og köfunar ehf. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 14.mars síðastliðinn var tekin fyrir fyrirspurn varðandi lóðina, Mikladalsveg 11, sem fékk jákvæða afgreiðslu er varðaði áform fyrirtækjanna um að byggja 480m2 iðnaðar- og verkstæðishús að Mikladalsvegi 11. Lóðin er skráð 1200 m2 en þörf er á stærri lóð vegna óska um 30 m athafnasvæði og möguleika á stækkun. Nú er sótt um stækkun á lóð við Mikladalsveg 11, heildarlóðarstærð er því um 2763,5 m2. Ennfremur er sótt um leyfi til að byrja jarðvinnu á lóðinni þ.e. jöfnun lóðar og fleygun þar sem grunnt er á klöpp.

Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarstjórnar að samþykkja erindið.




14. mars 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrirspurn frá teiknistofu Ginga f.h. Bílaverkstæðisins Smur og Dekk ehf og Aksturs og köfunar ehf. Í fyrirspurninni er óska ðeftir að fá að byggja 480m2 iðnaðar- og verkstæðishús á lóðinni Mikladalsvegi 11, 450 Patreksfirði. Lóðin er skráð 1200m2 en búast má við að þörf verði á stærri lóð vegna óska um 30m athafnasvæði. Erindinu fylgir afstöðumynd unnin af Teiknistofu Ginga, dags. 11.03.2016 sem sýnir ósk um staðsetningu hússins.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.