Hoppa yfir valmynd

S.Hermannsson slf. - breytt notun Aðalstrætis 73, fyrirspurn.

Málsnúmer 1603048

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. maí 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi tekið fyrir öðru sinni, málinu var frestað á 21.fundi skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar þann 12.apríl 2016. Ráðið óskaði þá eftir frekari upplýsingum um nýtingu lóðarinnar og fól byggingarfulltrúa að vinna grenndarkynningu byggða á þeim upplýsingum.

Byggingarfulltrúi hefur nú látið vinna grenndarkynningu á fyrirhuguðum áformum. Sjö aðilar af átta gerðu ekki athugasemd við áform S.Hermannssonar um rekstur trésmíðaverkstæðis í umræddri fasteign en fyrir liggur athugasemd um að gert verði mat á hljóðvist frá fyrirhugaðri starfsemi og áhrifum á næsta nágrenni frá einum aðila. Skipulags- og umhverfisráð telur umfang rekstursins ekki gefa tilefni til skoðunar á hávaðamengun frá starfseminni.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við að S.Hermannson reki trésmíðaverkstæði að Aðalstræti 73 en lögð verður rík áhersla á snyrtilega umgengni.




12. apríl 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram bréf frá Sigurpáli Hermannssyni f.h. S. Hermannsson slf varðandi skráningu og breytta notun á fasteigninni Aðalstræti 73, Patreksfirði.

Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu og óskar eftir frekari upplýsingum um nýtingu lóðarinnar, þegar þær upplýsingar liggja fyrir skal byggingarfulltrúi vinna grenndarkynningu byggða á þeim gögnum.




22. mars 2016 – Bæjarráð

Lagt fram bréf frá Sigurpáli Hermannssyni f.h. S. Hermannsson slf varðandi skráningu og breytta notun á fasteigninni Aðalstræti 73, Patreksfirði.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs til umfjöllunar.