Hoppa yfir valmynd

Daníel Hansen - Sögulegar minjar og skjöl.

Málsnúmer 1603056

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. apríl 2016 – Fræðslu og æskulýðsráð

Lagt fram erindi frá Daníel Hansen varðandi skáp undir verðlaunapeninga, bikara og myndir frá Heimi Guðjónssyni sem fæddur er og uppalinn í Króknum á Patreksfirði en stundaði knattspyrnu með KR og hann spilaði einnig með landsliði Íslands í knattspyrnu.
Fræðslu-og æskulýðsráð felur formanni fræðslunefndar til að vera í sambandi við forstöðumann Bröttuhlíðar og bréfritara.




31. mars 2016 – Atvinnu og menningarráð

Lagt fram bréf ódags. frá Daníel Hansen sem vísað var til atvinnu- og menningarráðs af bæjarráði 22. mars sl. Í bréfi Daníels er óskað eftir stuðningi til að minnast aldarafmælis rithöfundarins Jóns úr Vör og vegna skjalasafns.
Atvinnu- og menningarráð tekur jákvætt í að haldið verði málþing í janúar 2017 á Patreksfirði um ritverk og störf Jóns úr Vör.




22. mars 2016 – Bæjarráð

Lagt fram bréf ódags. frá Daníel Hansen með þremur erindum um menningarmál.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið vísar því til fræðslu- og æskulýðsráðs og atvinnu- og menningarráðs til umfjöllunar.