Hoppa yfir valmynd

Vinabæjarsamstarf.

Málsnúmer 1603084

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

31. maí 2016 – Atvinnu og menningarráð

Samstarfsverkefni í listum með tilliti til náttúru og umhverfisverndar sem lagt var fyrir Atvinnu og menningarráð á fundi nefndarinnar 31.mars síðastliðinn og var vísað til Norræna félagsins var tekin fyrir á aðalfundi félagsins sem tók vel í erindið. Tekin hefur verið ákvörðun um að vinna að verkefninu í samstarfi við hlutaðeigandi aðila og mun Gerður Björk Sveinsdóttir sjá um samskipti við listamennina fyrir hönd Vesturbyggðar.
31. mars 2016 – Atvinnu og menningarráð

Lögð fram dagskrá vinabæjarmóts sem haldið verður 1. til 3. september 2016 í Svelvik, Noregi. Lagt fram bréf dags. 29. mars 2016 frá formanni Norræna félagsins í Bogense með hugmyndum um samstarfsverkefni í listum með tilliti til náttúru- og umhverfisverndar.
Atvinnu- og menningarráð vísar erindinu frá Norræna félaginu í Bogense til Norræna félagsins í Vesturbyggð til umfjöllunar.
20. mars 2018 – Bæjarráð

Lagt fram bréf frá sveitarfélaginu NordFyn dags. 9. mars sl. þar sem tilkynnt er að sveitarfélagið segi sig úr vinabæjarsamstarfi fimm sveitarfélaga á Norðurlöndum eða Nordfyn, Vesturbyggðar, Svelvik, Vadstena og Naantali.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að segja Vesturbyggð úr vinabæjarsamstarfinu og þakkar bæjarráð samstarfið og vináttu í gegnum árin.