Hoppa yfir valmynd

Umsókn um lóð á Bíldudal fyrir hótel byggingu.

Málsnúmer 1604062

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. júlí 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Jens H. Valdimarssyni f.h. ÍsBú alþjóðaviðskipta ehf. Í erindinu er sótt um lóð undir hótelbyggingu á Bíldudal. Sótt er um lóð SV við Íþróttamiðstöðina Byltu á Bíldudal. Áætluð stærð hússins er um 770m2 að grunnfleti á tveimur hæðum, samtals um 1.540 m2. Erindinu fylgir grunn, afstöðu og útlitsmyndir af byggingunni.

Svæðið er skv. aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 flokkað sem opið svæði til sérstakra nota. Í dag er svæðið nýtt undir tjaldsvæði.

Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu og óskar frekari gagna.