Hoppa yfir valmynd

Vegagerðin - umsókn um framkvæmdaleyfi, Örlygshafnarvegur.

Málsnúmer 1605015

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. maí 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrir liggur umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna byggingar Örlygshafnarvegar 612, Skápadalur - flugvöllur. Vegagerðin áformar að endurbyggja, lagfæra og leggja bundið slitlag á Örlygshafnarveg (612) við Patreksfjörð. Um er að ræða framkvæmd á um 9,1 km löngum kafla á milli Skápadalsár og Patreksfjarðarflugvallar. Framkvæmdakaflinn liggur um lönd Skápadals, Kots, Hvalskers og Sauðlauksdals.

Í aðalatriðum er um að ræða breikkun og styrkingu vegarins, endurnýjun og ný lögn ræsa í stað núverandi brúa yfir Mikladalsá og Skersá ásamt lögn bundins slitlags. Lagningu klæðningar skal vera lokið 1.september 2017 og öllu verkinu fyrir 1.nóvember 2017.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.




9. maí 2016 – Bæjarráð

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 22. apríl sl. frá Vegagerðinni með umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir byggingar Örlygshafnarvegar, Skápadalur-flugvöllur 9,1 km.
Bæjarráð samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir Örlygshafnarveg, Skápadalur-flugvöllur.