Hoppa yfir valmynd

Umsókn um framkvæmdaleyfi vegan efnistöku.

Málsnúmer 1605016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. maí 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Sigurþór P. Þórissyni vegna efnistöku í svokallaðri Hvalskersklöpp í landi Hvalskers. Stærð efnistökusvæðisins er 2000m2 og magn er áætlað um 12.000 m3. Berg verður losað með sprengingum og unnið í burðarlagsefni. Lögun námunnar skal vega regluleg og gengið verður frá henna sléttri og afvatnaðri, fláar snyrtilegir og lausir við hrunhættu.

Skipulags-og umhverfis ráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram en gera þarf óverulega breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 þar sem umrædd náma er ekki skilgreind.