Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn, Bílskúr Brunnum 5.

Málsnúmer 1605027

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. maí 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrirspurn frá Siggeiri Guðnasyni, Brunnum 5 Patreksfirði. Fyrirspurnin er tvíþætt, annars vegar er spurt um hvort leyfi fengist til byggingar bílskúrs við Brunna 5 Patreksfirði en húsið stendur við skilgreint C-hættusvæði. Í framhaldi er spurt ef leyfi fengist til byggingar bílskúrs hvort takmarkanir væru á byggingarefni eða byggingarformi bílskúrsins umfram venjulegar kröfur byggingarreglugerðar vegna ofanflóðahættu.

Skv. hættumatskorti VÍ 2003 stendur húsið sjálft ekki á hættusvæði. Skipulags- og umhverfisráð gerir þ.a.l. ekki athugasemdir við að byggður verði bílskúr við húsið án kvaða. Áður en byggingarleyfi verður afgreitt þarf að vinna grenndarkynningu.