Hoppa yfir valmynd

Fjallskil 2015.

Málsnúmer 1605048

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. maí 2016 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Fjallskilaseðill 2015 var yfirfarinn og úrbætur á honum ræddar, með tilliti til athugasemda sem þegar hafa komið fram og áhersla lögð á að klára að leita umsagna þeirra leitarstjóra sem átti eftir að ræða við vegna breytinga á nefndinni í vetur.

Í fjallskilaseðli Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps segir eftirfarandi:
”Eftir margra áratuga hlé hefur nú verið gerður fjallskilaseðill fyrir Vesturbyggð og Tálknafjörð. Tilgangurinn er að reyna að létta okkur smölunina með því að sem flestir geti unnið saman og sem skemmstur tími líði milli smölunar á samliggjandi svæðum. Árangurinn ætti að verða betri heimtur. ”Enginn er smiður í fyrsta sinn”, og þótt reynt hafi verið að vanda gerð hans, telja höfundar ekki miklar líkur til að seðill þessi verði nothæfur við skipulagningu smölunar í haust. Búist má við að nokkur ár líði áður en seðillinn verði nothæfur að fullu og kannski tekst að laga hann þannig að þörfum notenda að allir fari að vinna eftir honum án þess að taka eftir því.”

Mikilvægi þess að leitir séu samræmdar á milli svæða var ennfremur rætt og nauðsyn þess að því skipulagi sem komist verði að samkomulagi um verði fylgt, svo vel sem mögulegt er. Í þeim tilfellum sem bregða verður útaf áætlun sé nauðsynlegt að ræða það á milli leitarstjóra sem við á og upplýsa fjallskilanefnd jafnframt um breytingar sem gera þarf.

Rætt var mikilvægi þess að skipuleggja leitir betur á stórum svæðum, þar sem eyðijarðir eru í meirihluta eða alfarið, s.s. leitarsvæði 14 (Trostansfjörður-Langanes). Einnig er nauðsynlegt að ræða við sauðfjáreigendur um framkvæmd leita á leitarsvæði 5 (Stál ? Keflavík), leitarsvæði 6 (Breiður-Örlygshöfn), leitarsvæði 7 (Örlygshöfn-Skápadalur) og leitarsvæði 8 (Skápadalur-Raknadalur).

Umbætur á rétt í Trostansfirði voru jafnframt ræddar og staða safnrétta almennt, sem og leiðir til að gera leitardaga að hausti ánægjulega samkomudaga í sveitinni. Hægt væri að kynna réttardagana fyrir ferðafólki og jafnvel bjóða þeim að taka þátt í leitum eftir aðstæðum.

Lagt var til, að þegar rætt hefur við þá leitarstjóra sem eiga eftir að koma með athugasemdir og tillögur að breytingu á fjallskilaseðlinum, verði fundað svo fljótt sem auðið er og fjallskilaseðill 2016 útbúinn. Einnig þarf að ræða og ákveða tekjugrunn fyrir fjallskilasjóð.