Hoppa yfir valmynd

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni Kjarrholt og Bjarkarholt.

Málsnúmer 1605049

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. júlí 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um útgáfu rekstrarleyfis vegna gististaðar í flokki I fyrir Heiðu Steinsson kt. 310180-4169 að Bjarkarholt, 451 Vesturbyggð. Sótt er um leyfi fyrir allt að 9 gesti.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II að Bjarkarholt, 451 Patreksfirði.




13. júní 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram bréf, dags. 23.05.16, frá sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II fyrir Heiðu Steinsson, kt. 310180-4169 að Kjarrholti 1-4, 451 Vesturbyggð. Sótt er um gistileyfi fyrir allt að 20 gesti. Einnig er í sömu umsókn sótt um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki I(heimagisting) vegna Bjarkarholts, 451 Vesturbyggð, fyrir allt að 9 gesti.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu gistileyfis vegna Kjarrholts 1-4 en getur ekki tekið fyrir umsókn vegna Bjarkarholts þar sem uppdráttir bárust ekki með umsókn.




7. júní 2016 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 24. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II í Bjarkarholti, Kjarrholti 1-4, Barðaströnd.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu nýs rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II í Bjarkarholti, Kjarrholti 1-4, Barðaströnd.