Hoppa yfir valmynd

Samgöngur innan svæðis

Málsnúmer 1605066

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. ágúst 2016 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað ódags. frá Gerði B. Sveinsdóttur, verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar varðandi samgöngur innan svæðis Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Gerður B. Sveinsdóttir sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð felur Gerði B. Sveinsdóttur, verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar og bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.




23. júní 2016 – Atvinnu og menningarráð

Gerður Björk verkefnastjóri upplýsti nefndina um gang mála í að koma á samgöngum innan svæðis.




31. maí 2016 – Atvinnu og menningarráð

Á íbúaþingi sem haldið var í apríl síðastliðin kom fram skýr krafa um að komið verði á almenningssamgöngum innan svæðis. Nú þegar eru margir aðilar að ferðast á milli staða svo sem fyrirtæki, grunnskólarnir, íþróttafélögin ofl. Atvinnu og menningarráð leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að fara í þá vinnu að kortleggja þörfina, kostnaðargreina og skoða hvort forsendur séu fyrir almenningssamgöngum hér á svæðinu og þá mögulega aðkomu fyrirtækja og stofnanna að verkefninu.