Hoppa yfir valmynd

Kjörskrá - forsetakosningar 2016.

Málsnúmer 1606013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. júní 2016 – Bæjarstjórn

Lögð fram kjörskrá fyrir forsetakosningar 25. júní 2016. Þrjár kjördeildir verða í Vesturbyggð; á Patreksfirði, á Bíldudal og á Birkimel. Á kjörskrá eru 686 kjósendur.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir að Heba Harðardóttir taki sæti Ágústar Gíslasonar sem aðalmaður og Ólafía Björnsdóttir taki sæti sem varamaður í undirkjörstjórn fyrir Bíldudal. Bæjarstjórn samþykkir að Hrönn Árnadóttir taki sæti Jensínu Kristjánsdóttur sem aðalmaður og Þórunn Sjöfn Kristinsdóttir og Eiður Thoroddsen sem varamenn í undirkjörstjórn fyrir Patreksfjörð.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjórna að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.