Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2016 - viðaukar.

Málsnúmer 1607007

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. júlí 2016 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2016, 13,4 millj.kr. vegna kaupa á bifreið fyrir akstur fatlaðra og félagsstarf aldraða , til kaupa og uppsetningar á ærslabelg á Bíldudal, vegna framlags til HHF 2016 og til Skíðafélags Vestfjarða til kaupa á snjótroðara.
Bæjarráð samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2016.




22. nóvember 2016 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2016, 17,1 millj.kr. vegna endurnýjunar á bifreið þjónustumiðstöðvarinnar á Bíldudal í kjölfar tjóns og til greiðslu veikindalauna og launa í afleysingum á leikskólanum Arakletti og tónlistarskólanum.
Bæjarráð samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2016.




29. nóvember 2016 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2016 vegna sölu fjögurra íbúða Fasteigna Vesturbyggðar ehf og breytinga á fjárfestingum (lækkun) og á langtímalánum (lækkun).
Bæjarráð samþykkir viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2016.




14. desember 2016 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2016. Heildarútgjöld eru 21 millj.kr. vegna hækkunar á áföllnum lífeyrisskuldbindinum, sérfræðiþjónustu í skóla o.fl., til rekstur leikvalla og Bröttuhlíðar. Skatttekjur hækka á móti um sömu fjárupphæð.
Bæjarráð samþykkir viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2016.