Hoppa yfir valmynd

Breyting á aðalskipulagi - Brjánslækur

Málsnúmer 1607017

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. júlí 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Tekin er fyrir skipulagslýsing dagsett 5. júlí 2016.
Ástæða breytingarinnar er sú að gert er ráð fyrir uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu á lóð vestan við prestsetrið þar sem reisa á 16 smáhýsi/gistihús fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi. Prestbústaðnum verður breytt í sýningarrými og kaffihús. Skilgreina þarf svæði fyrir frístundabyggð fyrir umrætt svæði.

Skipulagslýsingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010.