Hoppa yfir valmynd

Verkefni MEÓ

Málsnúmer 1607024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. júlí 2016 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Inga Hlín safnvörður fór yfir verkefni MEÓ og næstu skref.
Talsverð fjölgun hefur verið á gestum á safninu frá fyrra sumri.
Sumardagskrá safnsins hefur verið send út í öll hús á sunnanverðum Vestfjörðum.

Lögð fram kostnaðaráætlun fyrir viðgerðir á safnahúsnæðinu frá Tv-Verk ehf.
Samtals 1406 þúsund krónur. Stjórn samþykkir að taka framkomnu tilboði.
Stjórn samþykkir að leita tilboða í dren og nýjar hurðar á safnahúsinu.

Lagt fram tilboð í eftirlitsmyndavélakerfi fyrir safnið, kr. 65 þúsund. Samþykkt að kaupa kerfið.

Lögð fram ósk frá erfingjum fyrrum eigenda Willis jeppa sem færður var safninu (hinn svokallaði Sveinseyrarjeppi)að erfingjarnir fái jeppann aftur til uppgerðar. Stjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki fulltrúa erfingja í stjórninni. Forstöðumaður upplýsti að áhugi væri fyrir því að jeppinn verði til sýnis hluta úr sumri á safninu þegar viðgerð lýkur.