Hoppa yfir valmynd

Umsókn um lóð - Kassaverksmiðja

Málsnúmer 1607030

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. júlí 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Jens H. Valdimarssyni og Valdimar Gunnarssyni f.h. óstofnaðs félags, Kassagerðar Vestfjarða. Í erindinu er sótt um 2.000m2 iðnaðarlóð á svæði merktu I1 á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Ætlunin er að byggja 1.080m2 stálgrindarhús með möguleika á stækkun í 1.500m2. Jafnframt er þess getið í erindinu að áætlað sé að framleið aum 450.000 kassa á árinu 2017 og eina millj. kassa árið 2018.

Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarstjórnar Vesturbyggðar að samþykkja útleigu lóðar til óstofnaðs félags, Kassagerðar Vestfjarða sem Valdimar og Jens eru í forsvari fyrir þegar deiliskipulagsvinnu er lokið.