Hoppa yfir valmynd

Umsókn um stöðuleyfi fyrir tjaldhús

Málsnúmer 1607031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. júlí 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Víkingi Gunnarssyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir tjaldhús við Hafnarteig 1, Bíldudal. Tjaldhúsið er ætlað sem geymsla undir laxafóður.

Lóð þessi er ætluð fyrir starfsemi Bíldudalshafnar, en skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið þó fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að gerður verði samningur til tveggja ára, uppsegjanlegur með 6 mánaða fyrirvara komi til nýtingar sveitarfélagsins á lóðinni og beinir erindinu því áfram til Hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

Barði Sæmundsson sat hjá við afgreiðslu málsins.




31. október 2016 – Hafnarstjórn

Lagt fram erindi frá Víkingi Gunnarssyni f.h. Arnarlax hf. sem vísað var til hafnarstjórnar á 24. fundi skipulags- og umhverfisráðs 25.júlí sl. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir tjaldhús við Hafnarteig 1, Bíldudal. Tjaldhúsið er ætlað sem geymsla undir laxafóður.

Lóð þessi er ætluð fyrir starfsemi Bíldudalshafnar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að gerður verði samningur til tveggja ára, uppsegjanlegur með 6 mánaða fyrirvara komi til nýtingar sveitarfélagsins á lóðinni.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari upplýsingum.




30. nóvember 2016 – Hafnarstjórn

Mættur til viðræðna við hafnarstjórn Víkingur Gunnarsson, framkv.stj. Arnarlax hf um geymsluaðstöðu við Bíldudalshöfn, núverandi rekstur og framtíðaruppbyggingu fyrirtækisins á svæðinu.
Hafnarstjórn frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum frá fyrirtækinu.




2. mars 2017 – Hafnarstjórn

Umsókn frá Arnarlax vegna stöðuleyfis fyrir tjaldhús á Hafnarteig 1, máli frestað á 147. fundi hafnarstjórnar. Hafnarstjórn hafnar erindinu.