Hoppa yfir valmynd

Rekstur og fjárfestingar - Fasteignir Vesturbyggðar ehf.

Málsnúmer 1607040

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. ágúst 2016 – Fasteignir Vesturbyggðar

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir fyrstu sex mánuði ársins, janúar-júní 2016.
Lagt fram til kynningar.
8. desember 2016 – Fasteignir Vesturbyggðar

Lögð fram fjárhagsáætlun Fasteigna Vesturbyggðar ehf fyrir árið 2017.
Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf samþykkir fjárhagsáætlunina.
Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf samþykkir að Friðbjörg Matthíasdóttir, bæjarstjóri kt. 060269-4329 taki tímabundið við stöðu framkvæmdastjóra Fasteigna Vesturbyggðar ehf og hafi prókúru fyrir félagið.
Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf ítrekar að við leigu á íbúðum félagsins skuli leggja fram tryggingafé og/eða bankatryggingu sem nemur 3ja mánaðar leigu vegna mögulegra skemmda/vangreiðslu á leigu.
Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf samþykkir 10% hækkun leigugjalds/leigugrunns fyrir íbúðir sem leigðar eru frá og með 1. janúar 2017 og meðal ákvæða í nýjumn leigusamningum verði, auk vísitölutengingar, að leigugrunnur sé endurskoðaður við hver áramót.
12. júlí 2017 – Fasteignir Vesturbyggðar

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir fyrstu sex mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram yfirlit dags. 12.07.17 á viðhaldsþörf íbúða Fasteigna Vesturbyggðar ehf.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra dags. 20. júlí sl. ásamt fylgigögnum varðandi leigugjald húsaleigu íbúða Fasteigna Vesturbyggðar ehf. Vegna slæmrar rekstrarstöðu Fasteigna Vesturbyggðar ehf, fyrirséðs tapreksturs á árinu 2017 og mikillar viðhaldsþarfar leiguíbúða, er í minnisblaðinu lagt til að húsaleiga hækki frá og með 1. júlí 2017 með venjubundnum fyrirvara um tilkynningu til leigjanda og verði leigugjaldið hið sama fyrir allar íbúðir félagsins eða 1.091 kr. á fermetra miðað við vísitölu í apríl 2017.
Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf samþykkir tillöguna.
30. nóvember 2017 – Fasteignir Vesturbyggðar

Rekstur FV hefur gengið þokkalega sl ár. Flestar íbúðir eru í leigu eða eru á leið í leigu. Vanskil eru hverfandi. Nauðsynlegt verður að fara í frekara viðhald á komandi ári á efsta raðhúsi.
Nauðsynlegt er að auglýsa lau sar íbúðir til leigu sem losna á komandi ári.
Leiga verður uppreiknuð ársfjórðungslega.
Umsjón með útleigu og öðrum daglegum rekstri verður í höndum framkvæmdastjóra og Þóru Sjafnar Kristinsdóttur starfsmanns Vesturbyggðar.