Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2017.

Málsnúmer 1608011

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. ágúst 2016 – Bæjarráð

Lögð fram áætlun um vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2017.
Bæjarráð samþykkir framlagt vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2017.




27. október 2016 – Bæjarráð

Mætt til viðræðna við bæjarráð Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbygginar um rekstur tjaldsvæða og um menningarmál, og Geir Gestsson forstm. íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar, Patreksfirði um tillögur að sérgreindum verkefnum vegna fjárhagsáætlunar 2017. Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.




31. október 2016 – Hafnarstjórn

Lagðar fram tillögur að sérgreindum verkefnum vegna fjárhagsáætlunar 2017.
Lagt fram til kynningar.




6. nóvember 2016 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit tillagna forstöðumönnum deilda og stofnana um sérgreind verkefni á fjárhagsáætlun 2017. Haldnir hafa verið þrír fundir bæjarráðs með förstöðumönnum og farið yfir tillögurnar.




16. nóvember 2016 – Bæjarráð

Rætt um tillögur að sérgreindum verkefnum á fjárhagsáætlun 2017. Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn.




17. nóvember 2016 – Bæjarráð

Rætt um og unnið að fjárhagsáætlun 2017. Farið yfir tillögur að sérgreindum verkefnum 2017, tekjuáætlanir, gjaldskrár og launakjör kjörinna fulltrúa í ráðum og nefndum.




21. nóvember 2016 – Bæjarráð

Lagðar fram tillögur að sérgreindum rekstrarverkefnum og fjárfestingum á árinu 2017, álagningarstuðlum skatta og gjaldskrám.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar að sérgreindum rekstrarverkefnum, fjárfestingum, álagningarstuðlum skatta og gjaldskrár með áorðnum breytingum og vísar þeim til bæjarstjórnar.




22. nóvember 2016 – Bæjarráð

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2017, ásamt álagningarstuðlum skatta, þjónustugjaldskrár og 4ra ára áætlun 2017-2020.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 23. nóvember 2016.




23. nóvember 2016 – Bæjarstjórn

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2017, 4ra ára áætlun 2017-2020, álagning skatta og þjónustugjaldskrár, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda á árinu 2017 til ellilífeyrisþega og öryrkja og styrki til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds.
Til máls tóku: Forseti og skrifstofustjóri.
Bæjarstjórn leggur til eftirfarandi gjaldastuðla á árinu 2017:
Útsvarshlutfall 14,52%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,500%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
Vatnsgjald ? íbúðarhúsnæði 0,450%
Vatnsgjald ? annað húsnæði 0,500%
Fráveitugjald 0,400%
Lóðaleiga 3,750%
Sorphreinsigjald ? íbúðarhúsnæði 19.600 kr. á grátunnu
Sorphreinsigjald ? íbúðarhúsnæði 7.250 kr. á blátunnu
Sorpeyðingargjald ? íbúðarhúsnæði 30.950 kr. á tunnu
Sumarhús ? sorpeyðingargjald 30.950 kr.
Lögbýli ? sorpeyðingargjald 49.450 kr.
Umhverfisgjald á lögaðila flokkun samkv. gjaldskrá.

Forseti lét bóka: Breytingartillögum við seinni umræðu verði skilað inn til bæjarskrifstofu fyrir kl. 12.00 föstudaginn 2. desember nk.
Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2017 og 4ra ára áætlun 2017-2020 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 7. desember nk.




29. nóvember 2016 – Bæjarráð

Lagðar fram óafgreiddar sérgreindar tillögur frá fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2017 að rekstrar- og fjárfestingaverkefnum og tillögur að nýrri gjaldskrá vegna útleigu félagsheimilisins Birkimels.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá vegna útleigu félagsheimilisins Birkimels og viðbótarfjárveitingu í rekstrar- og fjárfestingaverkefni að upphæð 1,1 millj.kr.




30. nóvember 2016 – Hafnarstjórn

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun hafna Vesturbyggðar fyrir árið 2017 ásamt gjaldskrám og fylgigögnum.
Hafnarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina og gjaldskránna.




6. desember 2016 – Bæjarráð

Lagðar fram breytingartillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun 2017 frá fyrri umræðu.
Bæjarráð staðfestir 5% hækkun launataxta fyrir nefndarstörf miðað við þingfararkaup 1. júní 2016. Breytingin taki gildi frá og með 1. janúar 2017.
Bæjarráð vísar breytingartillögunum til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 7. desember nk.




7. desember 2016 – Bæjarstjórn

Lagt fram frumvarp til seinni umræðu að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2017; yfirlitsblöð, rekstrarreikningur, efnahagur og sjóðstreymi, listi sérgreindra rekstrar- og fjárfestingartillagna, fasteignagjöld, skattar og gjaldskrár og 4ra ára áætlun 2017-2020. Lagðar fram breytingartillögur þannig að heildarútgjöld hækki um 1,2 millj.kr. eða nettóbreyting um sömu upphæð 1,2 millj.kr.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, skrifstofustjóri, HT, GBS, ÁS, NÁJ og GÆÁ.
Bæjarstjóri flutti stefnuræðu bæjarstjórnar og yfirlit yfir breytingar frá fyrri umræðu:
Reksturinn fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 72,1 millj.kr., fjármagnsliðir eru tæpar 71,3 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan því jákvæð um 0,8 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 115,1 millj.kr. Nettó fjárfestingar eru 235 millj.kr., afborganir langtímalána 149 millj.kr. og lántökur 302 millj.kr.

Fjárhagsáætlun 2017, framlagðar breytingartillögur frá fyrri umræðu, rekstraryfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi, 4ra ára áætlun 2017-2020, útsvarsprósenta 14,52%, álagningarstuðlar fasteignagjalda, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, styrkir til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds, og þjónustugjaldskrár samþykkt samhljóða.