Hoppa yfir valmynd

Staða í upphafi skólaárs - Tónlistaskóli Vesturbyggðar

Málsnúmer 1608032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

1. september 2016 – Fræðslu og æskulýðsráð

Innritun í tónlistarskólann er hafin og fer vel af stað. Gert er ráð fyrir að kennsla hefjist þriðjudaginn 6. september. Von er á að ráðinn verði gítarkennari við skólann fljótlega.
Skólastjóri tónlistarskólans Einar Bragi mun sækja tónlistarþing á Ísafirði á föstudaginn.
Einar Bragi leggur áherslu á að mikilvægi þess að gert sé ráð fyrir auknu fjármagni til kaupa á hljóðfærum við gerð fjárhagsáætlunar.
Stefnt er á að taka þátt í tónlistarkeppninni Nótunni í vetur.
Fræðslu og æskulýðsráð leggur áherslu á að félagsmiðstöðinni verði fundið nýtt húsnæði svo húsnæði tónlistarskólans í Patreksskóla sem hefur verið samnýtt með félagsmiðstöð nýtist betur. Eins leggur ráðið áherslu á að framkvæmdum í Bíldudalsskóla verði flýtt svo tónlistarskólinn fái sér rými.