Hoppa yfir valmynd

Athugasemd vegna hraðahindrunar, Bíldudal.

Málsnúmer 1609022

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. september 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Magnúsi B. Óskarssyni, eigenda Dalbrautar 50, Bíldudal. Í erindinu er þess óskað að hraðahindrun sem staðsett er á Dalbraut neðan við húsið verði fjarlægð, en hraðahindrunin veldur skv. bréfritara miklu ónæði og víbringi í húsinu. Bréfritari tekur fram að hann hafi oft orðið vitni að hraðakstri inn í þorpið og styðji því heilshugar að eitthvað sé gert í málinu, en að þessi krappa bunga sé ekki að virka og gæti jafnvel valdið skaðabótamáli vegna skemmda á húsinu verði ekkert að gert. Þess er óskað að aðhafst verði í málinu sem fyrst.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að láta fjarlægja hraðahindrunina og felur forstöðumanni tæknideildar að vinna að tillögum til að ná niður umferðarhraða á Dalbrautinni í samráði við Vegagerðina. Vegagerðin hafði áður samþykkt þessar hraðahindranir gegn því að þær yrðu teknar niður yfir veturmánuðina, en skv. Vegagerðinni þá torvelda þær snjómokstur á Dalbrautinni.