Hoppa yfir valmynd

Atvinnu-og nýsköpunarráðuneytið umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016-2017

Málsnúmer 1609026

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. september 2016 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 6. september sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem auglýst er eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir komandi fiskveiðiárs. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir að Hinrik Greipsson, sérfræðingur hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, komi til fundar við bæjarráð og atvinnu- og menningarráð.




20. september 2016 – Bæjarráð

Rætt um reglugerð og úthlutun byggðakvóta ársins 2016-2017 með fulltrúa Atvinnuvegaráðuneytisins, Hinriki Greipssyni.