Hoppa yfir valmynd

Ísland ljóstengt - landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða.

Málsnúmer 1609031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. janúar 2017 – Bæjarráð

Rætt um ljósleiðaravæðingu í dreifbýli Vesturbyggðar í tengslum við landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um í Fjarskiptasjóð vegna hluta A í verkefninu "Ísland ljóstengt 2017".




24. janúar 2017 – Bæjarráð

Rætt um verkefnið "Ísland ljóstengt 2017". Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrk í B-hluta vegna ljósleiðravæðingar í dreifbýli sveitarfélagsins.




7. febrúar 2017 – Bæjarráð

Lögð fram greinargerð ódags. ásamt fylgiskjölum vegna umsóknar Vesturbyggðar um styrk í Fjarskiptasjóð vegna verkefnisins „Ísland ljóstengt". Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Við úthlutun styrkja úr Fjarskiptasjóði á árinu 2017 kom ekkert framlag til Vesturbyggðar og einungis 30 millj.kr. til Vestfjarða af 450 millj.kr. heildarúthlutun.
Bæjarráð felur Gerði B. Sveinsdóttur að vinna áfam að verkefninu.




30. október 2017 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur dags. 11. október sl. frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um framlög af fjárveitingu byggðaáætlunar 2018 til að gera strjálbýlum sveitarfélögum hægara um vik við lagningu ljósleiðarakerfa. Vesturbyggð er úthlutað 6,5 millj.kr. í verkefnið
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að undirbúa frekari umsóknir um lagningu ljósleiðara.




27. nóvember 2017 – Bæjarráð

Rætt um fjárveitingu úr verkefninu Ísland ljóstengt, en Vesturbyggð er úthlutað 13,5 millj.kr. úr Fjarskiptasjóði. Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð samþykkir að þiggja styrk úr Fjarskiptasjóði vegna verkefnsins Ísland ljóstengt og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2018.