Hoppa yfir valmynd

Frárennslis- og lóðamál að Dalbraut 14, Bíldudal.

Málsnúmer 1609033

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. september 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Þuríði Ó. Hjálmtýsdóttur, eigenda húseignarinnar að Dalbraut 14, Bíldudal. Erindið er þrískipt, í fyrsta lagi er þess óskað að sveitarfélagið kosti framkvæmdir við að beina ofanvatni/regnvatni í drenskurð milli húsanna að Dalbraut 12 og 14, en sökum hæðarmismunar á húsunum leitar allt vatn inn á lóðina að Dalbraut 14. Einnig kemur fram í erindinu að fyrri eigandi að Dalbraut 12 hafi lagt rör úr þakniðurfalli yfir á lóð Dalbrautar 14.

Í öðru lagi er þess óskað að samtali eigi sér stað við sveitarfélagið um afmörkun lóðarinnar, en skv. bréfritara liggur lóðin að ofanverðu nálægt skúr sem fylgir húseigninni að Dalbraut 16, til stendur að jafna út lóðina ofan við Dalbraut 14 til að ná fram betri nýtingu á lóðinni.

Í þriðja lagi er þess óskað að bæjarfélagið komi til móts við bréfritara um að leggja bílastæði upp í lóðina að Dalbraut 14. Bréfritari leggur til að hún leggi til lóðina undir bílastæðin en sveitarfélagið kosti framkvæmdina, og að hagur sveitarfélagsins lægi í því að fá bílana af götunni.

Skipulags- og umhverfisráð felur forstöðumanni tæknideildar að skoða vatnsvandamál ofan við húsin og kynna fyrir ráðinu. Ennfremur felur ráðið forstöðumanni tæknideildar að merkja út núverandi lóð og ræða við lóðarhafa um ósk um breytingu á lóðarmörkum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að lóðarhafi setji bílastæði upp í lóðina en beinir ákvörðun um að sveitarfélagið kosti framkvæmdina til bæjarráðs.