Hoppa yfir valmynd

Umsókn um lóð ofan við Skrímslasetur.

Málsnúmer 1609043

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. september 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Arnari Guðmundssyni f.h. óstofnaðs félags. Sótt er um lóðina fyrir ofan Skrímslasetrið á Bíldudal, svokallað Hólatún. Sótt er um lóðina með það í huga að reisa 7-10 smáhýsi til skammtímaleigu til ferðafólks og annarra ótilgreindra gesta. Meiningin er að styðja við ferðaþjónustu með tilkomu þessarra húsa og ekki síst til að styðja við rekstur Skrímslasetursins. Erindinu fylgja teikningar sem sýna hugmyndir af því hvernig húsin gætu komið á túnið en þessi hús eru 4x6 metrar og verönd nær 1,5 metra fram frá húsinu. Bílastæði yrðu svo við Kirkjuveg.

Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu á grundvelli þess að notkunin samræmist ekki skilmálum aðalskipulags Vesturbyggðar 2006-2018.




26. júní 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi tekið fyrir aftur, málinu var frestað á 27.fundi nefndarinnar. Í erindinu var óskað eftir því að svæði merkt Ú4 á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 á Bíldudal yrði endurskilgreint undir ferðaþjónustu.

Forstöðumaður tæknideildar kynnti lóðamörk aðliggjandi lóða.

Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu.