Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýrar

Málsnúmer 1612015

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. desember 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulag snjóflóðvarnargarðs og íbúðabyggðar við Urðir/Mýrar, dagsett október 2016.

Um er að ræða deiliskipulag fyrir íbúðahverfi við Urðir/Mýrar sem innifelur flóðvarnir fyrir ofan byggðina sem verja eiga byggingar sem standa við Urðir og Mýrar á Patreksfirði.

Deiliskipulag þetta hefur áhrif á aðliggjandi deiliskipulög: deiliskipulag hafnarsvæðis og Klifs.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulags- og matslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til umsagnaraðila og kynna hana skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana 105/2006.
15. febrúar 2017 – Bæjarstjórn

Lögð fram matslýsing fyrir deiliskipulag snjóflóðavarnagarðs og íbúðabyggðar við Urðir/Mýrar, dagsett í október 2016. Um er að ræða matslýsingu vegna deiliskipulags fyrir íbúðahverfi við Urðir/Mýrar sem innifelur flóðavarnir fyrir ofan byggðina sem verja eiga byggingar sem standa við Urðir og Mýrar á Patreksfirði.
Deiliskipulag þetta hefur áhrif á aðliggjandi deiliskipulög: deiliskipulag hafnarsvæðis og Klifs.
Til máls tók: Bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir matslýsinguna vegna deiliskipulags fyrir íbúðahverfi við Urðir/Mýrar sem innifelur flóðavarnir fyrir ofan byggðina sem verja eiga byggingar sem standa við Urðir og Mýrar á Patreksfirði.
Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra að óska eftir því við Ofanflóðasjóð að hafin verði vinna við mat á umhverfisáhrifum vegna varna ofan við Urðir, Hóla og Mýra á Patreksfirði.
26. júní 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarðs Urðir-Mýrar, uppdráttur og greinargerð, dagsett 15. maí 2017 lögð fyrir.

Lagt fram til kynningar.
26. apríl 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar, uppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla dagsett 4. apríl 2018.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillögunni verði vísað til forkynningar í samræmi við 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Forkynningin skal standa a.m.k. 1 viku sem verður með áberandi hætti og skal tillagan kynnt umsagnaraðilum.
17. september 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar og ofanflóðavarnargarðar, Urðir-Mýrar, greinargerð og uppdráttur dagsett, 17. ágúst 2018. Tillagan var forkynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 og auglýst á heimasíðu Vesturbyggðar 22. maí og gefinn var vikufrestur til að koma með ábendingar og athugasemdir.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og beinir því til bæjarstjórnar að hún verði auglýst skv. 41. gr. og hún verði einnig send til umsagnaraðila.
7. desember 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýra tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst frá 8. október til 19. nóvember 2018. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Veðurstofu Íslands. Ekki voru leiddu umsagnir ekki til breytinga á auglýstum gögnum. Opið hús var haldið fimmtudaginn 4. október.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og beinir því til bæjarstjórnar að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnar til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.