Hoppa yfir valmynd

Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

Málsnúmer 1701012

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. janúar 2017 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað dags. 20. janúar sl. ásamt fylgiskjölum frá skrifstofustjóra varðandi klippikort Vesturbyggðar 2017. Lögð fram tillaga um breytingu á 7. tölul. reglna á árinu 2017 um niðurfellingu fasteignagjalda ellilífeyrisþega og öryrkja.
Bæjarráð samþykkir tillögu um að aukaklippikort til einstaklinga kosti 8.500 kr. og að móttekið sorp á gámastöðvar Vesturbyggðar frá lögaðilum fari eftir gjaldskrá Gámaþjónustu Vestfjarða ehf hverju sinni eða nú 6.220 kr. án vsk. fyrir hvern rúmmetra.
Bæjarráð samþykkir að 7. tölul. reglna á árinu 2017 um niðurfellingu fasteignagjalda ellilífeyrisþega og öryrkja falli niður.




8. mars 2017 – Bæjarráð

Lagt fram kauptilboð í Stekka 21 frá Stekkabóli ehf.
Bæjarstjóri falið að leggja fram gagntilboð.




21. mars 2017 – Bæjarráð

Lagt fram kauptilboð í Stekka 21 frá Stekkabóli ehf. að upphæð 16 millj.kr.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.
Lagt fram tölvubréf frá forstöðumanni tæknideildar með kostnaðaráætlun að skipta um festingar á handriði sundlaugar í íþróttamiðstöðinni Bröttuhlíð.
Bæjarráð samþykkir að fara í framkvæmdirnar.
Lagt fram drög ásamt fylgiskjali að endurnýjun gildandi vátryggingarsamnings við VÍS með framlengingu hans til 31. desember 2021.
Bæjarráð samþykkir að framlengja gildandi vátryggingarsamning við VÍS til 31. desember 2021.
Lagt fram tölvubréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 2. febrúar sl. þar sem tilkynnt er um að lánsumsókn Vesturbyggðar vegna ársins 2017 hefur verið samþykkt.
„Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 302.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta afborgana langra lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2017 að fjárhæð 100 milljónir króna, til að fjármagna gatnaframkvæmdir að fjárhæð 120 milljónir króna, framkvæmdir og endurbætur á skóla- og íþróttahúsnæði 59 milljónir króna og framkvæmdir við vatnsveitur og fráveitu 23 millj.kr. sbr. lög um um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Friðbjörgu Matthíasdóttur starfandi bæjarstjóra Vesturbyggðar kt. 060269-4329, Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 100674-3199 og Þóri Sveinssyni skrifstofustjóra Vesturbyggðar kt. 210253-2899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“




19. apríl 2017 – Bæjarráð

Mættur til viðræðna við bæjarráð Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar, um verkefni og verklegar framkvæmdir á árinu.




9. maí 2017 – Bæjarráð

Lagt fram tölvubréf dags. 2. maí sl. frá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks þar sem tilkynnt er um viðbótarframlag úr Jöfnunarsjóði til mæta hluta viðbótarframlaga aðildafélaga BsVest á árinu 2015.
Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu þrjá mánuði ársins, janúar-mars 2017.
Skrifað hefur verið undir kaupsamning vegna fasteignarinnar Stekkar 21, Patreksfirði.
Lögð fram kostnaðaráætlun vegna endurbóta á skrifstofurými bæjarskrifstofu við Aðalstræti 75, Patreksfirði. Kaupsamningi og kostnaðaráætlun vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.




16. maí 2017 – Bæjarráð

Lögð fram tillaga dags. 16. maí 2017 frá félagsmálastjóra um laun og inntökuskilyrði fyrir unglinga í Vinnuskóla Vesturbyggðar sumarið 2017.
Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálastjóra um launataxta og inntökuskilyrði fyrir unglinga í Vinnuskóla Vesturbyggðar sumarið 2017.
Lagt fram bréf dags. 10. maí sl. frá Steindóri Sigurgeirssyni með umsókn um lóðina Vesturbotni lóð 1 (Stekkjareyri) landnr. 139934, lóðarnr. 00072001 vegna byggingar heilsárshúss.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að úthluta lóðinni.




30. maí 2017 – Bæjarráð

Rætt um verklegar framkvæmdir sumarsins. Elfar Steinn Karlsson, forstöðumaður tæknideildar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram að „Tillögu B“ frá Landmótun sf um fyrirkomulag gönguleiða við Aðalstræti 43-63, Patreksfirði.
Lagt fram minnisblað dags. 29. maí 2017 og fylgiskjöl frá verkefnastjóra samfélags-uppbyggingar vegna heimsóknar danskra listamanna til Vesturbyggðar dagana 7. - 12. júní 2017. Gerður Björk Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar og Nanna Sjöfn Pétursdóttir, fræðslustjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir 400.000 kr. framlag vegna móttöku danskra listamanna til Vesturbyggðar dagana 7. - 12. júní nk. Kostnaður bókist á 05089-9990.




12. júní 2017 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu fjóra mánuði ársins, janúar- apríl 2017.
Lagt fram til kynningar.




26. júní 2017 – Bæjarráð

Mættur til viðræðna við bæjarráð Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar um stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra dags. 20. júní sl. með tillögum um breytingu á leigugjaldi húsaleigu íbúðarhúsnæðis sveitarfélagsins.
Bæjarráð fellst á tillögur um breytingu leigugjalds vegna íbúða í eigu Eignasjóðs og vísar ákvörðun um breytingu á leigugjaldi vegna íbúða Fasteigna Vesturbyggðar ehf til stjórnar félagsins.
Lagt fram yfirlit um sorphirðu í sveitarfélaginu á árunum 2011 til maí 2017.
Bæjarráð felur forstm.tæknideildar, skrifstofustjóra og forstm. þjónustudeildar að ræða við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf um framkvæmd sorphirðusamnings aðila.




11. júlí 2017 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra, forstm. tæknideildar og forstm. Þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði dags. 4. júlí sl. með tillögum um breytingar/lagfæringar á sorphirðu í Vesturbyggð.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs




19. júlí 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi vísað til skipulags- og umhverfisráð frá 805.fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra, forstm. tæknideildar og forstm. Þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði dags. 4. júlí sl. með tillögum um breytingar/lagfæringar á sorphirðu í Vesturbyggð.

Lagt fram til kynningar.




20. júlí 2017 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit rekstrar frá janúar - maí. Forstöðumaður tæknideildar sat fundinn undir þessum lið og fór yfir framkvæmdir sumarsins.




21. ágúst 2017 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu sex mánuði ársins, janúar- júní 2017. Lögð fram tilboð í námsgögn fyrir grunnskóla. Rætt um skipulagsbreytingar í áhaldahúsinu á Patreksfirði m.a. í ljósi vaxandi verkefna í vatnsveitu og fráveitu. Forstm.tæknideildar falið að útfæra hugmyndina nánar. Elfar St. Karlsson, forstm.tæknideildar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Lagt fram til kynningar.




21. ágúst 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi vísað til skipulags- og umhverfisráð frá 805.fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra, forstm. tæknideildar og forstm. Þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði dags. 4. júlí sl. með tillögum um breytingar/lagfæringar á sorphirðu í Vesturbyggð. Erindi tekið fyrir öðru sinni.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögur a-h og j-l.




12. september 2017 – Bæjarráð

Mættur til viðræðna við bæjarráð Elfar St. Karlsson, forstm.tæknideildar um stöðu framkvæmda ársins 2017. Lögð fram gögn vegna kaupa á varmadælum fyrir stofnanir sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir kaup á varmadælum fyrir stofnanir sveitarfélagsins samkvæmt framlögðum lista og vísar viðbótarfjármögnun umfram fjárveitingu á fjárhagsáætlun ársins til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.




20. september 2017 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu sjö mánuði ársins, janúar-júlí 2017. Lagt fram minnisblað formanns bæjarráðs dags. 15. september sl. um rekstrar- og fjárfestingarverkefni; þjónustumiðstöð við Kamb, íbúðir aldraða, sparkvöll við grunnskólann á Patreksfirði, umferðaröryggi í þéttbýli í sveitarfélaginu og vaðlaug við Byltu. Lögð fram áætlun um kostnað vegna breytinga á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar Byltu á Bíldudal. Rætt um snjómokstur í Arnarfirði í samstarfi við Vegagerðina.
Mættur til viðræðna við bæjarráð Lúðvík E. Gústafsson, verkefnistjóri Sambandi ísl. sveitarfélaga um gerð svæðisáætlunar og samþykkta um meðhöndlun úrgangs. Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar minnisblaði formanns bæjarráðs til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
Bæjarráð samþykkir breyttan opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar Byltu og vísar viðbótarkostnaði til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
Bæjarráð samþykkir heimild að leitað verði tilboða í snjómokstur á milli Bíldudals og Bakkadals í samstarfi við Vegagerðina.




30. október 2017 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu átta mánuði ársins, janúar- ágúst 2017.
Lögð fram útkomuspá reksturs og fjárfestinga 2017.
Lagt fram til kynningar.




21. nóvember 2017 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu níu mánuði ársins, janúar - september 2017. Afgangur frá rekstri er 32,7 millj.kr. borið saman við 21,4 millj.kr. afgang á sama tímabili 2016. Fjárfestingar voru 216,4 millj.kr. á tímabilinu borið saman við 214,8 millj.kr. á sama tímabili 2016.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram drög ásamt fylgiskjölum að reglum um menningarstyrki Vesturbyggðar til greiðslu á álögðum fasteignagjöldum.
Bæjarráð samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Lagt fram drög að reglum um útleigu íbúða í eigu Vesturbyggðar og Fasteigna Vesturbyggðar ehf.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.




18. desember 2017 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu níu mánuði ársins, janúar - október 2017. Afgangur frá rekstri er 43,9 millj.kr. borið saman við 4,0 millj.kr. afgang á sama tímabili 2016. Fjárfestingar voru 237,5 millj.kr. á tímabilinu borið saman við 237,7 millj.kr. á sama tímabili 2016.
Lagt fram til kynningar.