Hoppa yfir valmynd

Dalbraut 1. Umsókn um byggingarleyfi, breytt útlit og innra skipulag

Málsnúmer 1701014

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. janúar 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Guðmundur V. Magnússon vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

Erindi frá Jóni G. Magnússyni f.h. Búbíl ehf vegna Dalbrautar 1, Bíldudal. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi sem og útliti hússins.
Gert er ráð fyrir tveimur gistiherbergjum í kjallara með útgangi í SA, einnig verði útbúin aðstaða fyrir starfsmenn og þvott. Á 1.hæð verði matsalur færður í NA helming hússins og þremur gistiherbergjum er bætt í NA hluta hæðarinnar, þar af eitt útbúið fyrir hreyfihamlaða. Á 2.hæð er einu herbergi bætt við og annað fær sér baðherbergi.
Helstu útlitsbreytingar eru á suðaustur hlið hússins þar sem gluggar fyrir ný herbergi bætast við og inngangshurðir við kjallara. Glugga á 2.hæð SV verður lokað. Einnig er gert ráð fyrir því að húsið verði klætt og einangrað að utan. 1. og 2. hæð klædd með standandi báru málmklæðningu og kjallari klæddur með múrkerfi. Erindinu fylgir byggingarlýsing, afstöðumynd, grunnmynd, útlitsteikningar unnið af hugsjón, dags. 12.01.2017 sem og greinagerð um val og hönnun brunavarna, unnin af Eflu verkfræðistofu, dags 12.01.2017.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis að henni undangenginni.