Hoppa yfir valmynd

Reykjavíkurflugvöllur - ályktun um neyðarbraut.

Málsnúmer 1701024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. janúar 2017 – Bæjarráð

Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir með þeim sveitarfélögum sem undanfarið hafa ályktað um lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, svokallaðrar neyðarbrautar. Það hefur sýnt sig að það er algjörlega óásættanlegt að brautin sé lokuð meðan ekki er boðið upp á aðrar lausnir til að sinna sjúkraflugi við þau tilteknu skilyrði sem brautinni er ætlað að sinna. Bíðum ekki eftir að það eigi sér stað óafturkræft tjón til að gripið verði til aðgerða. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa að hafa óskert aðgengi að sjúkrahúsi allra landsmanna í Reykjavík.