Hoppa yfir valmynd

HHF - framlag vegna samstarfsverkefnis

Málsnúmer 1701029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. janúar 2017 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lilja Sigurðardóttir formaður HHF, Páll Vilhjálmsson framkvæmdastjóri HHF og Kristrún Guðjónsdóttir gjaldkeri HHF, sátu fundinn undir þessum lið. Rætt um samstarfssamning HHF, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Aðilar eru sammála um að verið er að vinna afar mikilvægt starf en setjast þarf betur yfir rekstrarforsendur. Ákveðið að funda aftur í febrúarmánuði.




27. mars 2017 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Páll Vilhjálmsson, íþróttafulltrúi, formaður HHF, Lilja Sigurðardóttir, ásamt gjaldkera HHF, Kristrún Guðjónsdóttir mættu til fundar og viðræðu um framlag vegna samstarfsverkefnis HHF, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps um rekstur íþróttaskóla fyrir 1-4. bekk og skipulagningu og stefnumótun í íþróttamálum á svæðinu.

Lögð fram tillaga HHF vegna endurskoðaðrar áætlunar um rekstarkostnað ársins 2017, skv. niðurstöðu 47. fundar og ósk um endurskoðað viðbótarframlag sveitarfélaganna inn í reksturinn til að mæta auknum kostnaði við verkefnið. Fram kom að 55 nemendur taka þátt í íþróttaskólanum sem er kenndur á Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði og er í boði fyrir nemendur í 1.-4. bekk, á hverjum virkum degi eftir að skóla lýkur.

Samstarfssamningur HHF, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps gildir til 30. maí 2018. Samráðsnefnd leggur til við HHF að verkefnið verði metið með tilliti til reynslu fyrstu 2ja áranna. Áfram verði unnið að leiðum til að ná fram frekari rekstrarhagræðingu. Ákveðið að fara yfir stöðuna um miðjan maí.