Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdaleyfi. Snjósöfnunargrindur og vindkljúfar ofan upptakasvæða Urða og Klifs.

Málsnúmer 1702024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. febrúar 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vesturbyggð, dagsett 10.02.2017. Framkvæmdin felur í sér annars vegar að setja upp snjósöfnunargrindur úr stáli, og hins vegar að setja upp fimm vindkljúfa úr stáli og timbri á steypta undirstöðu ofan upptakasvæða Urða og Klifs, á Patreksfirði. Erindinu fylgja gögn unnin af Verkís og Framkvæmdasýslu ríkisins. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í maí og verklok eru 30. sept 2017.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið eins og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.