Hoppa yfir valmynd

Notkun á bílastæði við íþróttavöllinn á Vatneyri.

Málsnúmer 1702028

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. febrúar 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Gunnþórunni Bender f.h. Westfjords Adventures. Í erindinu er sótt um leyfi til nýtingar á bílastæðum við íþróttavöllinn á Vatneyri, bílastæði gegnt Þórsgötu 6. Sótt er um leyfi til að nýta 10 stæði við völlinn. Bílarnir verði fjarlægðir þegar stærri viðburðir standa yfir.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti útleigu á allt að 10 bílastæðum til Westfjords Adventures til eins árs gegn gjaldi. Leigutaki verði þó að gera sér grein fyrir að stæðin standa við íþróttasvæði og að boltar og fleira geti skapað hættu og tjón fyrir bíla sem standa á stæðinu.

Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar. Sem framtíðarstæði fyrir bílastæði undir bílaleiguna bendir skipulags- og umhverfisráð á svæði aftan við Rauða-Kross húsið.




2. mars 2017 – Hafnarstjórn

Erindi frá Gunnþórunni Bender f.h. Westfjords Adventures. Í erindinu er sótt um leyfi til nýtingar á bílastæðum við íþróttavöllinn á Vatneyri, bílastæði gegnt Þórsgötu 6. Erindinu er vísað frá skipulags- og umhverfisráði. Sótt er um leyfi til að nýta 10 stæði við völlinn. Bílarnir verði fjarlægðir þegar stærri viðburðir standa yfir.

Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti útleigu á allt að 10 bílastæðum til Westfjords Adventures til eins árs gegn gjaldi. Leigutaki verði þó að gera sér grein fyrir að stæðin standa við íþróttasvæði og að boltar og fleira geti skapað hættu og tjón fyrir bíla sem standa á stæðinu.

Sem framtíðarstæði fyrir bílastæði undir bílaleiguna bendir hafnarstjórn á svæði aftan við Rauða-Kross húsið.