Hoppa yfir valmynd

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - ósk um umsögn vegna veitingu gistileyfis, Þverá.

Málsnúmer 1702037

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. febrúar 2017 – Bæjarráð

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 16. febrúar sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II að Þverá á Barðaströnd.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu nýs rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II í Þverá, fastanr. 212-3235, Barðaströnd. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gistiheimilisins.




10. mars 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 16. febrúar sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II að Þverá á Barðaströnd.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.