Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 796

Málsnúmer 1703005F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. apríl 2017 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 15. töluliðum.
Til máls tóku: ÁS, forseti og bæjarstjóri.
7.tölul. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.
Bæjarstjórn samþykkir endurnýjun gildandi vátryggingasamnings við VÍS með framlengingu hans til 31. desember 2021.
7.tölul. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.
Lagt fram tölvubréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 2. febrúar sl. þar sem tilkynnt er um að lánsumsókn Vesturbyggðar vegna ársins 2017 hefur verið samþykkt.
„Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 302.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta afborgana langra lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2017 að fjárhæð 100 milljónir króna, til að fjármagna gatnaframkvæmdir að fjárhæð 120 milljónir króna, framkvæmdir og endurbætur á skóla- og íþróttahúsnæði 59 milljónir króna og framkvæmdir við vatnsveitur og fráveitu 23 millj.kr. sbr. lög um um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Friðbjörgu Matthíasdóttur starfandi bæjarstjóra Vesturbyggðar kt. 060269-4329, Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 100674-3199 og Þóri Sveinssyni skrifstofustjóra Vesturbyggðar kt. 210253-2899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“

Fundargerðin samþykkt samhljóða.