Hoppa yfir valmynd

Fiskeldisnám og rannsóknir.

Málsnúmer 1703011

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. mars 2017 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað dags.2. mars sl. frá Smára Haraldssyni um nám í fiskeldi og fiskeldisrannsókunum í Vesturbyggð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Smára Haraldsson sem verkefnastjóra til að kanna möguleika á að koma á fót námi í fiskeldi og fiskeldisrannsóknum á sunnanverðum Vestfjörðum. Bæjarráð tilnefnir Gerði B. Sveinsdóttur, verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar í sem fulltrúa sveitarfélagsins í samstarfshóp um verkefnið.
21. mars 2017 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað dags. 13. mars sl. frá fundi haldinn í Reykjavík um fiskeldisnám og rannsóknir á sunnanverðum Vestfjörðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Smára Haraldsson á grundvelli fyrirliggjandi samnings um verkstjórn hans fyrir verkefninu „Fiskeldisnám og rannsóknir á sunnanverðum Vestfjörðum“ og vísar fjármögnun til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
12. júní 2017 – Bæjarráð

Lögð fram greinargerð Smára Haraldssonar dags. 9. júní sl. um „Fasa eitt“ er varðar eflingu kennslu og rannsóknir í fiskeldi á sunnanverðum Vestfjörðum.
Bæjarráð samþykkir að fela Smára Haraldssyni að vinna „Fasa tvö“ samkvæmt verkáætlun í samningi aðila frá 4. apríl sl.
21. ágúst 2017 – Bæjarráð

Rætt um uppbyggingu á námi í fiskeldi í tengslum við framhaldsdeildina á Patreksfirði og Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram til kynningar.
28. ágúst 2017 – Bæjarráð

Ann Cecil Hilling kom og kynnti hugmyndir um uppbyggingu náms í Vesturbyggð í sjókvíaeldi í tengslum við framhaldsdeildina á Patreksfirði og Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Kostnaðaráætlun vegna verkefnisins samþykkt þar sem fram kemur að hlutur Vesturbyggðar er 500.000,- fyrir árið 2017 og að hámarki 3.500.000,- fyrir árið 2018.
12. september 2017 – Bæjarráð

Lagðar fram skýrslunar „Áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna“, útgefin af Haf- og vatnarannsóknum og Hafrannsóknarstofnunar í júlí 2017, „Byggðaleg áhrif fiskeldis“, útgefin af Byggðastofnun í ágúst 2017 og „Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi“, útgefin í ágúst 2017. Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð vísar skýrslunum til atvinnu- og menningarráðs.
18. september 2017 – Atvinnu og menningarráð

Lagðar fram skýrslunar „Áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna“, útgefin af Haf- og vatnarannsóknum og Hafrannsóknarstofnunar í júlí 2017, „Byggðaleg áhrif fiskeldis“, útgefin af Byggðastofnun í ágúst 2017 og „Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi“, útgefin í ágúst 2017.

Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar lýsir ánægju sinni með niðurstöðu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi,
fyrir sunnanverða Vestfirði en telur að eðlilegt hefði verið að þau sveitarfélög sem hafa beina hagsmuni af uppbyggingu fiskeldis hefðu átt fulltrúa í starfshópnum til að tryggja sanngjarna og bráðnauðsynlega umfjöllun um byggðamál.
Jafnframt fagnar ráðið niðurstöðu hópsins sem leggur til að 85% af auðlindagjaldi sem lagt verður á greinina renni til uppbyggingar innviða á þeim svæðum sem nýtast við uppbyggingu fiskeldis.

Það er einnig fagnaðarefni að Byggðastofnun hafi farið í það verkefni að vinna skýrslu um byggðaleg áhrif fiskeldis. Við teljum þó að betur hefði mátt vanda til verka og auðvelt hefði verið að koma með betri greiningu á stöðunni.
Athugasemd er gerð við það að ekki var leitað eftir aðkomu sveitarfélagsins að neinu leiti við gerð skýrslunnar og ekki var óskað eftir því að skýrslan væri lesin yfir þrátt fyrir að ítrekað væri vísað í svör sveitarfélagsins við spurningum starfshóps ráðuneytisins um mótun stefnu í fiskeldi.
9. ágúst 2018 – Bæjarráð

Ann Cecil Hilling kom og kynnt verkefni sem hún hefur unnið að síðastliðið ár sem felst í því að koma á laggirnar námi í fiskeldi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.