Hoppa yfir valmynd

Bíldudalsveita, framkvæmdaleyfi vegna breytinga á vatnslögn.

Málsnúmer 1703023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. mars 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vesturbyggð, dagsett 08.02.2017. Framkvæmdin felur í sér lagningu vatnslagnar á um 1000m kafla frá geymslusvæði við Hól, Bíldudal út að byggðinni.
Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir legu lagnar ásamt samþykki landeigenda unnið af Tæknideild Vesturbyggðar. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í mars/apríl 2017 og taki u.þ.b. mánuð í vinnslu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið eins og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.