Hoppa yfir valmynd

Vesturbyggð - Endurskoðun á Aðalskipulagi.

Málsnúmer 1703028

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. mars 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram tíma- og verkáætlun um vinnslu endurskoðunar aðalskipulags Vesturbyggðar.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í framlagða tíma- og verkáætlun og beinir því til bæjarstjórnar Vesturbyggðar að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar, áætlað er að endurskoðun aðalskipulagsins ljúki júlí-ágúst 2018 skv. áætluninni.
21. mars 2017 – Bæjarráð

Lögð fram skýrslan „Vesturbyggð-endurskoðun á aðalskipulagi“ dags. 6. mars sl. frá Landmótun sf. með tímaáætlun og kostnaðaráætlun vegna endurskoðunar á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins, máli sem vísað var til bæjarráðs á 307. fundi bæjarstjórnar 15. mars sl.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tíma- og kostnaðaráætlanir fyrir endurskoðun aðalskipulags Vestfjarða og vísar fjármögnun til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
25. apríl 2017 – Hafnarstjórn

Lagt fram til kynningar.
28. ágúst 2017 – Bæjarráð

Gerð tillaga að vinnuhópum vegna vinnu við endurskoðun Aðalskipulags fyrir Vesturbyggð

Atvinnulíf
Fiskeldi, sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta, stoðgreinar.

Samgöngur og hafnarmannvirki
Almenningssamgöngur, umferðaröryggi, uppbygging hafnarsvæða.

Byggð, menning og samfélag
Skólar, þjónusta, frítími og varðveisla/uppbygging menningaminja, kirkjur/kirkjugarðar.

Umhverfismál og náttúruvernd
Ásýnd samfélaga og skipulag, sorpmál.

Orku- og auðlindamál
Virkjanakostir, ljósleiðari, hitaveita, raforkumál.
20. febrúar 2019 – Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að áfram verði haldið með endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar í samræmi við bókun bæjarstjórnar frá 307. fundi sem haldinn var 15. mars 2017 en þá bókaði bæjarstjórn eftirfarandi undir 8. lið fundarins:

Lögð fram tíma- og verkáætlun um vinnslu endurskoðunar aðalskipulags Vesturbyggðar.
Bæjarstjórn samþykkir að fara í endurskoðun á aðalskipulagi Vesturbyggðar og felur forstöðumanni tæknideildar að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða