Hoppa yfir valmynd

Olís - Olíudæla við Bíldudalshöfn.

Málsnúmer 1703035

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. mars 2017 – Hafnarstjórn

Erindi frá Olís þar sem óskað er eftir að fá að setja upp dælu með sjálfssala fyrir litaða díselolíu á flotbryggjunni á Bíldudal. Dæla á plani verður fjarðlægð og núverandi tankur verður notaður áfram fyrir nýju dæluna. Hafnarstjórn samþykkir erindið og beinir því til umsækjanda að vera í samráði við forstöðumann tæknideildar Vesturbyggðar um nánari staðsetningu og útfærslu.